Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   þri 22. apríl 2025 21:39
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skemmtilegur leikur. Tvö góð lið og vel tekist á. Þeir sem vilja spennu og fótbolta fengu vel fyrir sinn snúð í kvöld,“ Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Breiðablik

Leikurinn var mikil skemmtun, Ólafur var sammála undirrituðum með það að leikurinn í kvöld hafi verið góð auglýsing fyrir Bestu deild kvenna.

„Mér fannst bæði lið vera sómi af þessum leik. Ég var nú samt mest með einbeitinguna á mínu liði. Ég var mjög ánægður með spilamennskuna, við vorum fastar fyrir og gáfum Breiðablik ekki mikið af færi á meðan við sköpuðum góð færi. Súr með það að fara ekki með þrjú stig,“

Ólafur segir að heppnin hafi ekki verið með sínu liði í dag. Þróttarar vildu meina að Hreinn Magnússon, dómari leiksins, hefði átt að benda á vítapunktinn undir lok leiks. Kristín Dís Árnadóttir fékk þá boltann í höndina eftir fyrirgjöf Caroline Murray.

„Við gerðum tilkall í vítaspyrnu útaf okkur fannst hann fara í hendina. Þetta er atvik sem menn verða ekki sammála um. Óþarfi að tala um þetta vegna þess að leikurinn var það góður að eitt vafaatriði ekki eitthvað sem ég nenni að hanga í“

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner