Thelma Karen Pálmadóttir sem er nýorðin 17 ára sýndi það og sannaði að hún á framtíðina fyrir sér í Bestu Beild Kvenna og í fótbolta almennt.
Fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum, með góða tækni, hraða og leikskilning.
Hún lagði upp fyrsta mark FH eftir góða skyndisókn og var óheppin að skora ekki hér í kvöld. Það stafaði stöðug ógn af henni hér í kvöld og var hún útnefnd kona leiksins hjá Fótbolta.net
Lestu um leikinn: Fram 0 - 2 FH
Þess má geta að hún á að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands og ég hreinlega velti því fyrir mér hvort ekki sé stutt í U21 miðað við þessa frammistöðu hér í kvöld.
"Byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn og endum með sigri. Óheppin að skora ekki en það kemur bara næst."Athugasemdir