Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 18:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hughton tjáir sig um brottreksturinn: Mikil vonbrigði
 Chris Hughton.
Chris Hughton.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Chris Hughton var rekinn frá Brighton eftir tímabilið, hann hafði þá stýrt liðinu frá því í lok árs 2014 með ágætum árangri.

Hughton stýrði Brighton upp í úrvalsdeildina vorið 2017, liðið lauk því sínu öðru tímabili í röð í úrvalsdeildinni núna í vor. Hughton náði naumlega að halda liðinu uppi og var rekinn daginn eftir síðasta leik tímabilsins.

„Þessi tíðindi voru mikil vonbrigði og komu mér mjög á óvart," sagði Hughton um brottreksturinn frá Brighton.

„Ég naut þess að stýra þessu frábæra félagi í fjögur og hálft ár. Ég vil þakka þjálfarateyminu, leikmönnum, stuðningsmönnum og öllum öðrum hjá Brighton fyrir þennan tíma og óska þeim alls hins besta í framtíðinni," sagði Hughton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner