fös 22. maí 2020 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Má sjá á lista hvaða félög hafa nýtt sér hlutabótaleiðina
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa notað hlutabótaleiðina svokölluðu, en hún felst í því að þau fyrirtæki sem hafa lent í vandræðum vegna kórónuveirufaraldursins sækja um stuðning úr ríkissjóði til að greiða allt að 75 prósent af launum starfsmanna.

Listinn sem Vinnumálastofnun birtir er takmarkaður við fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabótaleiðina.

Á listanum má sjá að nokkur félög, knattspyrnudeildir og Knattspyrnusamband Íslands hafa nýtt sér leiðina.

Á listanum má finna: Fim­leika­fé­lag Hafn­ar­fjarðar (og knattspyrnudeild FH), Knattspyrnudeild Fylkis, Knattspyrnudeild U.M.F.G., Knattspyrnudeild UMF Selfoss, Knattspyrnufélag Akureyrar (og knattspyrnudeild KA), Knattspyrnufélagið Haukar, Knattspyrnufélagið Valur, Knattspyrnufélagið Víkingur, Knattspyrnufélagið Þróttur, Hand­knatt­leiks­fé­lag Kópa­vogs, Ung­menna­fé­lagið Breiðablik, Ung­menna­fé­lagið Fjöln­ir, Ung­menna­fé­lagið Sindri, Ung­menna­fé­lagið Stjarn­an, Íþrótta­fé­lagið Grótta, Íþrótta­fé­lagið Þór, ÍBV Íþrótta­fé­lag.

Hérna má nálgast listann frá Vinnumálastofnun.
Athugasemdir
banner
banner
banner