Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Aðeins þrír leikmenn komið að fleiri mörkum en Nkunku
Christopher Nkunku
Christopher Nkunku
Mynd: EPA
Franski sóknartengiliðurinn Christopher Nunku skoraði eina mark Leipzig í þýska bikarnum í gær er hann hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta stóra titilinn fyrir félagið.

Nkunku, sem er 24 ára gamal, öðlaðist nýtt líf í nýju hlutverki hjá Leipzig en hann er nú iðulega notaður sem fölsk nía og nýtir sér hálfsvæðin á vellinum.

Þannig hefur honum tekist að skapa sér og öðrum urmul af færum. Nkunku skoraði 35 mörk á tímabilinu og lagði upp 20 mörk í öllum keppnum.

Hann var valinn leikmaður ársins í þýsku deildinni en aðeins þrír leikmenn í fimm stærstu deildum í Evrópu komu að fleiri mörkum en hann.

Robert Lewandowski kom að 57 mörkum með Bayern München en hann skoraði 50 og lagði upp sjö mörk í öllum keppnum.

Kylian Mbappe skoraði 39 mörk og lagði upp 24 á tímabilinu og trónir á toppnum en landi hans, Karim Benzema, skoraði 44 mörk og lagði upp 15 stykki.

Magnaður hópur sem Nkunku er partur af en það má gera ráð fyrir því að hann taki næsta skref í sumar og gangi til liðs við eitt af stóru liðunum í Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner