Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. maí 2022 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Son og Salah deila Gullskónum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Magnaðri lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var að ljúka með endurkomusigrum toppliðanna, Manchester City og Liverpool.


Það var þó ekki aðeins titilbaráttan í húfi í dag því hart var barist í fallbaráttunni, Meistaradeildarbaráttunni og baráttunni um Gullskóinn.

Í baráttunni um Gullskóinn komu Mohamed Salah og Son Heung-min til greina en Salah leiddi kapphlaupið enda búinn að skora einu marki meira fyrir lokaumferðina.

Son gerði sér þó lítið fyrir og skoraði bæði á 70. og 75. mínútu gegn Norwich til að hoppa yfir Salah í kapphlaupinu.

Egypski kóngurinn náði þó að pota inn einu marki á 84. mínútu og jafna Son. Þessir ótrúlegu fótboltamenn deila því Gullskónum í ár en þetta er í þriðja sinn sem Salah er markahæstur og í annað sinn sem hann deilir titlinum.

Thierry Henry er eini leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur fjórum sinnum orðið markakóngur.

Harry Kane, samherji Son hjá Tottenham, hefur unnið þrisvar en skoraði 17 mörk á þessari leitkíð. 

Son og Salah skoruðu 23 hvor en Salah átti talsvert fleiri stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner