Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. júní 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Rooney fær Man Utd í heimsókn
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur tilkynnt um fjóra æfingaleiki sem liðið mun taka á undirbúningstímabilinu. Þar á meðal er heimsókn til Derby á Pride Park þann 18. júlí.

United goðsögnin Wayne Rooney er stjóri Derby en liðið náði með naumindum að halda sér í Championship-deildinni á síðasta tímabili.

Rooney skoraði 183 mörk í 393 leikjum fyrir Manchester United á árunum 2004 - 2017.

United mun svo heimsækja Queen's Park Rangers 24. júlí og leikur svo tvo leiki á Old Trafford 28. júlí og 7. ágúst, gegn nýliðum Brentford og svo gegn Everton.

Allir leikirnir verða sýndir beint á MUTV.
Athugasemdir
banner