Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   mán 22. júlí 2019 22:24
Ármann Örn Guðbjörnsson
Brynjar Björn: Mjög sáttur við skipulagið hjá strákunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK var að vonum mjög sáttur með 2-0 sigur á heimavelli gegn sterku FH liði í 13. umferð Pepsi Max-deild karla. HK hafa nú unnið 3 síðustu leiki sína í deildinni og eru jafnir Íslandsmeisturum Vals að stigum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  0 FH

"Þetta var erfiður leikur, þeir eru með góða leikmenn og þú veist svosem ekkert hvað getur komið upp. Við stóðum vörnina vel og þeir komust ekki í gegn og það var svona það sem skóp sigurinn."

FH náði lítið að ógna marki HK-inga í leiknum þrátt fyrir að vera mikið með boltann.

"Mjög sáttur við skipulagið, við vitum það alveg ef við stöndum í lappirnar og föllum ekki of djúpt, þá er mjög erfitt að komast í gegnum okkur"

Sigurinn í kvöld þýðir að HK hafa unnið 3 síðustu leiki sína í deildinni gegn sterkum liðum eins og Breiðablik, FH og KA. 

"Það er frábært að vinna þrjá í röð, við erum að spila við virkilega góð lið og það gefur okkur aukið sjáfstraust með því að sigra þessa leiki"

Sumarglugginn lokar eftir rúma viku en Brynjar sér ekki fram á að liðið geri fleiri breytingar fyrir lok gluggans.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner