Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri skýtur á skot Grétars bróður: Kemur úr mjög harðri átt
Guðmann fær fyrra gula spjaldið.
Guðmann fær fyrra gula spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Atvikið er náttúrulega rauða spjaldið hans Guðmanns. Hann hjólar í Grétar bróður," sagði Vilhjálmur Freyr Hallsson, annar af þáttarstjórnendum Steve Dagskrá í þættinum sem gefinn var út í gærkvöldi.

„Guðmann tekur sinn fræga sprett yfir allan völlinn og lætur aðeins heyra í sér. Það fyndna við þetta er að Grétar gat ekkert í þessu gert. Hann snýr og fær held ég Atla Guðna á blindu hliðina," sagði Andri Geir Gunnarsson, bróðir Grétar Snæs leikmanns Fjölnis, um fyrra gula spjaldið sem Guðmann Þórisson fékk að líta gegn Fjölni í leik Fjölnis og FH síðasta laugardag.

„Guðmann er með réttlætiskennd en hún snerist einhvern veginn við þarna," bætti Andri við.

„Svo kom Grétar og talaði um að Guðmann væri ekki sá gáfaðasti. Það er hart skotið," sagði Villi og vitnaði þar í ummæli Grétars um Guðmann í viðtali við mbl.is eftir leik.

„Kemur úr mjög harðri átt," sagði Andri. „Þú vilt meina að Grétar sé ekki sá gáfaðasti?" spurði Villi. „Það voru ekki mín orð," svaraði Andri.

Nánar er rætt um atvikið eftir þrettán mínútur hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner