Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fim 22. ágúst 2024 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann Fjölni 2-1 á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Sammála því, stór sigur, góður sigur. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, vorum í smá vandræðum sem að skrifast bara á Jóa (Jóhann Birnir Guðmundsson) og mig við lögðum þetta aðeins vitlaust upp. Við breyttum aðeins og tókum algjörlega yfirhöndina eftir það fannst mér. Í seinni hálfleik fannst mér við vera miklu betri, svo fá þeir rauða spjaldið og við bara kláruðum leikinn."

Jöfnunarmarkið sem Fjölnir skorar kemur eftir hrikaleg mistök hjá markverði ÍR.

„Þetta er náttúrulega svona 'Youtube' mark. Ef markmaður gerir mistök, þá lítur það verr út en þegar sóknarmenn klúðra færi. En Villi (Vilhelm Þráinn Sigurjónsson) er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur í sumar, búinn að bjarga fullt af stigum fyrir okkur. Þannig það sýnir líka bara góðan karakter hjá liðinu að koma til baka eftir svona mistök og klára leikinn. Þannig að þessi mistök skiptu engu máli, það er bara mikill styrkur."

Það komu upp mörg vafa atriði í leiknum þegar varðar dómgæslu en Árni vildi sem minnst ræða þau.

„Já ég hef alveg skoðun á þessum dómurum og maður segir eitthvað þegar maður er á hliðarlínunni, maður er óánægður með eitthvað, og kallar eitthvað inn á. Ég held að það sé bara kominn tími á að við þjálfarar, hvort sem það sé ég eða einhver annar, hætti að væla yfir þessum helvítis dómurum. Þeir eru bara eins og þeir eru, og þeir eru að gera sitt besta. Ég meina við erum með fullt af leikmönum inná sem gera fullt af mistökum, og við gerum mistök sem þjálfarar. Þannig er ekki bara komið nóg af þessu tuði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Árni nánar um komandi baráttu.


Athugasemdir