Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fim 22. ágúst 2024 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann Fjölni 2-1 á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Sammála því, stór sigur, góður sigur. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, vorum í smá vandræðum sem að skrifast bara á Jóa (Jóhann Birnir Guðmundsson) og mig við lögðum þetta aðeins vitlaust upp. Við breyttum aðeins og tókum algjörlega yfirhöndina eftir það fannst mér. Í seinni hálfleik fannst mér við vera miklu betri, svo fá þeir rauða spjaldið og við bara kláruðum leikinn."

Jöfnunarmarkið sem Fjölnir skorar kemur eftir hrikaleg mistök hjá markverði ÍR.

„Þetta er náttúrulega svona 'Youtube' mark. Ef markmaður gerir mistök, þá lítur það verr út en þegar sóknarmenn klúðra færi. En Villi (Vilhelm Þráinn Sigurjónsson) er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur í sumar, búinn að bjarga fullt af stigum fyrir okkur. Þannig það sýnir líka bara góðan karakter hjá liðinu að koma til baka eftir svona mistök og klára leikinn. Þannig að þessi mistök skiptu engu máli, það er bara mikill styrkur."

Það komu upp mörg vafa atriði í leiknum þegar varðar dómgæslu en Árni vildi sem minnst ræða þau.

„Já ég hef alveg skoðun á þessum dómurum og maður segir eitthvað þegar maður er á hliðarlínunni, maður er óánægður með eitthvað, og kallar eitthvað inn á. Ég held að það sé bara kominn tími á að við þjálfarar, hvort sem það sé ég eða einhver annar, hætti að væla yfir þessum helvítis dómurum. Þeir eru bara eins og þeir eru, og þeir eru að gera sitt besta. Ég meina við erum með fullt af leikmönum inná sem gera fullt af mistökum, og við gerum mistök sem þjálfarar. Þannig er ekki bara komið nóg af þessu tuði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Árni nánar um komandi baráttu.


Athugasemdir
banner