Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 22. ágúst 2024 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann Fjölni 2-1 á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Sammála því, stór sigur, góður sigur. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, vorum í smá vandræðum sem að skrifast bara á Jóa (Jóhann Birnir Guðmundsson) og mig við lögðum þetta aðeins vitlaust upp. Við breyttum aðeins og tókum algjörlega yfirhöndina eftir það fannst mér. Í seinni hálfleik fannst mér við vera miklu betri, svo fá þeir rauða spjaldið og við bara kláruðum leikinn."

Jöfnunarmarkið sem Fjölnir skorar kemur eftir hrikaleg mistök hjá markverði ÍR.

„Þetta er náttúrulega svona 'Youtube' mark. Ef markmaður gerir mistök, þá lítur það verr út en þegar sóknarmenn klúðra færi. En Villi (Vilhelm Þráinn Sigurjónsson) er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur í sumar, búinn að bjarga fullt af stigum fyrir okkur. Þannig það sýnir líka bara góðan karakter hjá liðinu að koma til baka eftir svona mistök og klára leikinn. Þannig að þessi mistök skiptu engu máli, það er bara mikill styrkur."

Það komu upp mörg vafa atriði í leiknum þegar varðar dómgæslu en Árni vildi sem minnst ræða þau.

„Já ég hef alveg skoðun á þessum dómurum og maður segir eitthvað þegar maður er á hliðarlínunni, maður er óánægður með eitthvað, og kallar eitthvað inn á. Ég held að það sé bara kominn tími á að við þjálfarar, hvort sem það sé ég eða einhver annar, hætti að væla yfir þessum helvítis dómurum. Þeir eru bara eins og þeir eru, og þeir eru að gera sitt besta. Ég meina við erum með fullt af leikmönum inná sem gera fullt af mistökum, og við gerum mistök sem þjálfarar. Þannig er ekki bara komið nóg af þessu tuði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Árni nánar um komandi baráttu.


Athugasemdir
banner