Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 22. ágúst 2024 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann Fjölni 2-1 á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Sammála því, stór sigur, góður sigur. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, vorum í smá vandræðum sem að skrifast bara á Jóa (Jóhann Birnir Guðmundsson) og mig við lögðum þetta aðeins vitlaust upp. Við breyttum aðeins og tókum algjörlega yfirhöndina eftir það fannst mér. Í seinni hálfleik fannst mér við vera miklu betri, svo fá þeir rauða spjaldið og við bara kláruðum leikinn."

Jöfnunarmarkið sem Fjölnir skorar kemur eftir hrikaleg mistök hjá markverði ÍR.

„Þetta er náttúrulega svona 'Youtube' mark. Ef markmaður gerir mistök, þá lítur það verr út en þegar sóknarmenn klúðra færi. En Villi (Vilhelm Þráinn Sigurjónsson) er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur í sumar, búinn að bjarga fullt af stigum fyrir okkur. Þannig það sýnir líka bara góðan karakter hjá liðinu að koma til baka eftir svona mistök og klára leikinn. Þannig að þessi mistök skiptu engu máli, það er bara mikill styrkur."

Það komu upp mörg vafa atriði í leiknum þegar varðar dómgæslu en Árni vildi sem minnst ræða þau.

„Já ég hef alveg skoðun á þessum dómurum og maður segir eitthvað þegar maður er á hliðarlínunni, maður er óánægður með eitthvað, og kallar eitthvað inn á. Ég held að það sé bara kominn tími á að við þjálfarar, hvort sem það sé ég eða einhver annar, hætti að væla yfir þessum helvítis dómurum. Þeir eru bara eins og þeir eru, og þeir eru að gera sitt besta. Ég meina við erum með fullt af leikmönum inná sem gera fullt af mistökum, og við gerum mistök sem þjálfarar. Þannig er ekki bara komið nóg af þessu tuði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Árni nánar um komandi baráttu.


Athugasemdir
banner