Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 22. ágúst 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Miðað við stöðuna þá bítur þetta kannski aðeins meira
Lengjudeildin
Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu
Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu
Mynd: Grótta

Grótta heimsótti Njarðvíkinga á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Grótta eru í virkilega erfiðri stöðu í deildinni og sitja á botni deildarinnar fimm stigum frá öruggu sæti þegar lítið er eftir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Við erum nátturlega ógeðslega svekktir. Okkur finnst eins og við eigum skilið allavega eitt stig úr þessum leik og miðað við stöðuna sem við erum í þá bítur þetta kannski aðeins meira. Það er margt jákvætt og það er leikur aftur næstu helgi þannig við þurfum að undirbúa það." Sagði Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld.

„Mér finnst við bara vera að stíga í réttan fót. Í stuttu máli sem lið. Við sækjum aðeins betur og sækjum saman. Við verjum aðeins betur og í seinni hálfleik þá opnast leikurinn svolítið og það var orðin pínu örvænting og þá fer strúktúrinn svolítið en meðan við vorum agaðir þá fannst mér Njarðvíkingar ekki vera að opna okkur." 

„Markið kemur úr föstu leikatriði þar sem seinni bolti dettur fyrir utan teig og það er sparkað í gegnum þvögu. Við vorum að gefa færri færi á okkur í þessum leik heldur en t.d. á móti ÍBV. Það er aðalega það að mér finnst við vera stíga í rétta átt. Karakterinn er ennþá í liðinu, strákarnir eru tilbúnir til þess að berjast og maður verður einfaldlega að virða það að strákarnir í þessari stöðu eru tilbúnir til þess að mæta aftur og aftur og slást fyrir allt þetta." 

Nánar er rætt við Igor Bjarna Kostic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner