Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fim 22. ágúst 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Miðað við stöðuna þá bítur þetta kannski aðeins meira
Lengjudeildin
Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu
Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu
Mynd: Grótta

Grótta heimsótti Njarðvíkinga á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Grótta eru í virkilega erfiðri stöðu í deildinni og sitja á botni deildarinnar fimm stigum frá öruggu sæti þegar lítið er eftir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Við erum nátturlega ógeðslega svekktir. Okkur finnst eins og við eigum skilið allavega eitt stig úr þessum leik og miðað við stöðuna sem við erum í þá bítur þetta kannski aðeins meira. Það er margt jákvætt og það er leikur aftur næstu helgi þannig við þurfum að undirbúa það." Sagði Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld.

„Mér finnst við bara vera að stíga í réttan fót. Í stuttu máli sem lið. Við sækjum aðeins betur og sækjum saman. Við verjum aðeins betur og í seinni hálfleik þá opnast leikurinn svolítið og það var orðin pínu örvænting og þá fer strúktúrinn svolítið en meðan við vorum agaðir þá fannst mér Njarðvíkingar ekki vera að opna okkur." 

„Markið kemur úr föstu leikatriði þar sem seinni bolti dettur fyrir utan teig og það er sparkað í gegnum þvögu. Við vorum að gefa færri færi á okkur í þessum leik heldur en t.d. á móti ÍBV. Það er aðalega það að mér finnst við vera stíga í rétta átt. Karakterinn er ennþá í liðinu, strákarnir eru tilbúnir til þess að berjast og maður verður einfaldlega að virða það að strákarnir í þessari stöðu eru tilbúnir til þess að mæta aftur og aftur og slást fyrir allt þetta." 

Nánar er rætt við Igor Bjarna Kostic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner