Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fim 22. ágúst 2024 21:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Tómas Bjarki: Ég var hoppandi kátur
Lengjudeildin
Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur
Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Þetta er bara langþráður sigur og ánægður með þetta loksins. Við erum búnir að vera að leka mörkum svona í lok leikja og við erum ekki búnir að vera ná að klára þetta þannig ógeðslega sætt að vinna þetta." Sagði Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

Það er rúmlega mánuður liðinn síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik í deildinni svo þessi sigur í kvöld var kærkominn fyrir heimamenn.

„Já þú sást mig hérna eftir leik. Ég var hoppandi kátur þannig þetta var bara geðveikt maður. Langþráður sigur og gott að sigla þessu heim og halda hreinu. Þetta er bara geðveikt." 

Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um að halda sér í umspilssæti þegar það er stutt eftir af mótinu. 

„Þetta er bara ógeðslega mikilvægur sigur. Ég sá að ÍR vann Fjölni áðan þannig þetta verður bara barátta fram í endan og þetta er ógeðslega mikilvægt." 

Nánar er rætt við Tómas Bjarka Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner