Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fim 22. ágúst 2024 21:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Tómas Bjarki: Ég var hoppandi kátur
Lengjudeildin
Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur
Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í kvöld á Rafholtsvellinum þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Njarðvíkingar höfðu ekki unnið leik í deildinni í rúman mánuð fyrir leikinn í kvöld og unnu dýrmætan sigu í baráttunni um að halda sér í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Þetta er bara langþráður sigur og ánægður með þetta loksins. Við erum búnir að vera að leka mörkum svona í lok leikja og við erum ekki búnir að vera ná að klára þetta þannig ógeðslega sætt að vinna þetta." Sagði Tómas Bjarki Jónsson leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld.

Það er rúmlega mánuður liðinn síðan Njarðvíkingar unnu síðast leik í deildinni svo þessi sigur í kvöld var kærkominn fyrir heimamenn.

„Já þú sást mig hérna eftir leik. Ég var hoppandi kátur þannig þetta var bara geðveikt maður. Langþráður sigur og gott að sigla þessu heim og halda hreinu. Þetta er bara geðveikt." 

Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um að halda sér í umspilssæti þegar það er stutt eftir af mótinu. 

„Þetta er bara ógeðslega mikilvægur sigur. Ég sá að ÍR vann Fjölni áðan þannig þetta verður bara barátta fram í endan og þetta er ógeðslega mikilvægt." 

Nánar er rætt við Tómas Bjarka Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir