Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 22. ágúst 2024 21:03
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir ÍR á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Ég er bara mjög svekktur að tapa leiknum. Við hefðum þurft að ná í 3 stig hérna í dag en það er bara ekkert að ganga upp hjá okkur þessa dagana, því miður."

Það var töluvert af vafaatriðum í leiknum sem Fjölnismenn voru ekki ánægðir með.

„Mér fannst við öflugir, og bara eitt lið á vellinum fram að því að þeir skora. Eftir það finnst mér við svona einhvernegin gefa eftir, og bara ekki nægilega góðir og við þurfum að líta í eigin barm. En það er náttúrulega alveg ótrúlegt hvað það fellur lítið með okkur í þessari dómgæslu. Vegna þess að þetta gerist beint fyrir framan nefið á mér í fyrsta markinu, að boltinn er farinn útaf, þetta er innkast. Í aðdragandanum náttúrulega gerum við illa, við vorum búnir að fara yfir það að Bragi er með öflugan vinstri fót, en við hleypum honum samt inn í teiginn okkar á vinstri fótinn, og hann skorar. Það er lélegt, en þetta er bara innkast. Axel brýtur tvisvar sinnum af sér, innan gæsalappa, vegna þess að hann fer í boltan í bæði skiptin. Hann fær tvö gul, og rautt, fyrir tvö brot sem eru ekki gróf, og í bæði skiptin fer hann í boltan. Ég er búinn að skoða markið sem við jöfnuðum úr í lokin, það er ekki rangstaða. Þannig þetta er rosalega dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur."

Fjölnir hefur núna ekki unnið í 6 leikjum í röð og eru því búnir að missa topp sætið og liðin fyrir neðan þá nálgast hratt.

„Þetta er kannski orðið eitthvað andlegt hjá okkur, 6 leikir í röð sem við náum ekki að vinna. Kannski bara fínt að tapa í dag, frekar en að gera enn eitt jafntefli. Jafnteflin eru bara ekki að gera neitt fyrir okkur í þessari baráttu sem við erum í. Við þurfum bara að halda áfram að reyna og ná að kreysta inn þennan sigur, og svona hrista þetta slen af okkur. Þetta er komið gott núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Úlfur nánar um fyrirkomulagið í deildinni og komandi baráttu.


Athugasemdir
banner