Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 22. ágúst 2024 21:03
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir ÍR á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Ég er bara mjög svekktur að tapa leiknum. Við hefðum þurft að ná í 3 stig hérna í dag en það er bara ekkert að ganga upp hjá okkur þessa dagana, því miður."

Það var töluvert af vafaatriðum í leiknum sem Fjölnismenn voru ekki ánægðir með.

„Mér fannst við öflugir, og bara eitt lið á vellinum fram að því að þeir skora. Eftir það finnst mér við svona einhvernegin gefa eftir, og bara ekki nægilega góðir og við þurfum að líta í eigin barm. En það er náttúrulega alveg ótrúlegt hvað það fellur lítið með okkur í þessari dómgæslu. Vegna þess að þetta gerist beint fyrir framan nefið á mér í fyrsta markinu, að boltinn er farinn útaf, þetta er innkast. Í aðdragandanum náttúrulega gerum við illa, við vorum búnir að fara yfir það að Bragi er með öflugan vinstri fót, en við hleypum honum samt inn í teiginn okkar á vinstri fótinn, og hann skorar. Það er lélegt, en þetta er bara innkast. Axel brýtur tvisvar sinnum af sér, innan gæsalappa, vegna þess að hann fer í boltan í bæði skiptin. Hann fær tvö gul, og rautt, fyrir tvö brot sem eru ekki gróf, og í bæði skiptin fer hann í boltan. Ég er búinn að skoða markið sem við jöfnuðum úr í lokin, það er ekki rangstaða. Þannig þetta er rosalega dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur."

Fjölnir hefur núna ekki unnið í 6 leikjum í röð og eru því búnir að missa topp sætið og liðin fyrir neðan þá nálgast hratt.

„Þetta er kannski orðið eitthvað andlegt hjá okkur, 6 leikir í röð sem við náum ekki að vinna. Kannski bara fínt að tapa í dag, frekar en að gera enn eitt jafntefli. Jafnteflin eru bara ekki að gera neitt fyrir okkur í þessari baráttu sem við erum í. Við þurfum bara að halda áfram að reyna og ná að kreysta inn þennan sigur, og svona hrista þetta slen af okkur. Þetta er komið gott núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Úlfur nánar um fyrirkomulagið í deildinni og komandi baráttu.


Athugasemdir
banner
banner