Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fim 22. ágúst 2024 21:03
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir ÍR á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Ég er bara mjög svekktur að tapa leiknum. Við hefðum þurft að ná í 3 stig hérna í dag en það er bara ekkert að ganga upp hjá okkur þessa dagana, því miður."

Það var töluvert af vafaatriðum í leiknum sem Fjölnismenn voru ekki ánægðir með.

„Mér fannst við öflugir, og bara eitt lið á vellinum fram að því að þeir skora. Eftir það finnst mér við svona einhvernegin gefa eftir, og bara ekki nægilega góðir og við þurfum að líta í eigin barm. En það er náttúrulega alveg ótrúlegt hvað það fellur lítið með okkur í þessari dómgæslu. Vegna þess að þetta gerist beint fyrir framan nefið á mér í fyrsta markinu, að boltinn er farinn útaf, þetta er innkast. Í aðdragandanum náttúrulega gerum við illa, við vorum búnir að fara yfir það að Bragi er með öflugan vinstri fót, en við hleypum honum samt inn í teiginn okkar á vinstri fótinn, og hann skorar. Það er lélegt, en þetta er bara innkast. Axel brýtur tvisvar sinnum af sér, innan gæsalappa, vegna þess að hann fer í boltan í bæði skiptin. Hann fær tvö gul, og rautt, fyrir tvö brot sem eru ekki gróf, og í bæði skiptin fer hann í boltan. Ég er búinn að skoða markið sem við jöfnuðum úr í lokin, það er ekki rangstaða. Þannig þetta er rosalega dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur."

Fjölnir hefur núna ekki unnið í 6 leikjum í röð og eru því búnir að missa topp sætið og liðin fyrir neðan þá nálgast hratt.

„Þetta er kannski orðið eitthvað andlegt hjá okkur, 6 leikir í röð sem við náum ekki að vinna. Kannski bara fínt að tapa í dag, frekar en að gera enn eitt jafntefli. Jafnteflin eru bara ekki að gera neitt fyrir okkur í þessari baráttu sem við erum í. Við þurfum bara að halda áfram að reyna og ná að kreysta inn þennan sigur, og svona hrista þetta slen af okkur. Þetta er komið gott núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Úlfur nánar um fyrirkomulagið í deildinni og komandi baráttu.


Athugasemdir
banner