Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 22. september 2018 16:50
Ármann Örn Guðbjörnsson
Einlægur Gummi Magg: Allt í rugli
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Gummi Magg skoraði í dag en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gummi Magg, fyrirliði Fram kom í mjög einlægt viðtal eftir tap gegn Víking Ólafsvík þar sem Gummi opnaði sig um stöðu félagsins, þjálfarann og leikmenn liðsins

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Víkingur Ó.

"Við æfðum vel í vetur og komum vel inní mótið en svona seinni hlutann þá var þetta svolítið mikið basl en í heildina þá mun þetta sumar bara fara í reynslubankann og menn verða betri karakterar eftir þetta tímabil"

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram lét af störfum fyrir rúmri viku og Gummi opnaði sig um stöðu félagsins

"Það er bara allt í rugli. Við stöndum rosalega mikið einir í þessu. Leikmenn eru að ganga í verk sem þeir eiga ekki að vera að gera. Stjórnarmenn og aðrir sem eru í kringum félagið sjást ekki á svæðinu nema þegar vel gengur. Umgjörðin er eins og hún er og þetta er bara pirrandi"

"Að fá engan stuðning er bara pirrandi og það kemur auðvitað bara í hópinn, það sést á okkur að við erum pirraðir. Menn eru að halda áfram en þeir eru ekki að fá borgað, útlendingarnir eru ekki að fá borgað og þá kannski leggja þeir minna á sig ég veit það ekki"


Pedro Hipólito hefur fengið mikla gagnrýni og ákvað Gummi að sýna honum stuðning eftir leik

"Ég held að fólk geti ekki ýmindað sér vinnuna sem hann leggur á sig. Hann er að taka á sig markmannsþjálfun, styrktarþjálfun og hann ver okkur leikmennina í gegn"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner