Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 22. september 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski fórnaði þrennu til að hjálpa Coutinho
Mynd: Getty Images
FC Bayern lagði nýliða Köln að velli 4-0 í gær og kom sér þannig í annað sæti deildarinnar, með ellefu stig eftir fimm umferðir.

Robert Lewandowski hefur verið funheitur á upphafi tímabils og setti hann tvennu gegn Köln í gær. Hann er kominn með níu mörk á tímabilinu, fjórum meira en næstu menn.

Hann hefði hæglega getað bætt tíunda marki tímabilsins við í gær þegar Bayern fékk vítaspyrnu í stöðunni 2-0. Lewandowski ákvað hins vegar að leyfa Philippe Coutinho frekar að stíga á punktinn til að auka sjálfstraustið hans eftir erfiða byrjun í Þýskalandi.

„Þetta var skyndiákvörðun. Það var mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið hans að skora. Við verðum að hjálpa hvorum öðrum sem liðsfélagar," sagði Lewandowski að leikslokum.

Þetta var fyrsta mark Coutinho fyrir sitt nýja félag. Ivan Perisic, sem er einnig hjá Bayern að láni, gerði svo fjórða markið. Var það annað mark hans í þremur deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner