Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 22. september 2019 16:50
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Maitland-Niles sá rautt
Ainsley Maitland-Niles, leikmaður Arsenal á Englandi, var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks gegn Aston Villa í dag.

Maitland-Niles fékk að líta gula spjaldið á 11. mínútu áður en John McGinn kom Aston Villa yfir á 20. mínútu.

Á 41. mínútu fór Maitland-Niles í þunga tæklingu og vann boltann en dómari leiksins ákvað þó að gefa honum rauða spjaldið.

Maitland-Niles þurfti aðhlynningu áður en hann var rekinn í sturtu en hægt er að sjá brotið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner