Everton hefur staðfest að James Rodriguez sé farinn frá félaginu og hafið samið við Al Rayyan í Katar. Kaupverðið er óuppgefið.
James var ekki í plönum Rafa Benítez sem tók við Everton í sumar og hefur James ekki verið í kringum liðið í upphafi tímabilsins.
James var ekki í plönum Rafa Benítez sem tók við Everton í sumar og hefur James ekki verið í kringum liðið í upphafi tímabilsins.
James er þrítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem gekk í raðir Everton fyrir síðasta tímabil frá Real Madrid.
Á sínum ferli hefur hann spilað með Envigado í Kólumbíu, Banfield í Argentínu, Porto, Mónakó, Real Madrid, Bayern Munchen og Everton.
Hann á að baki 80 landsleiki fyrir Kólumbíu og í þeim hefur hann skorað 23 mörk. Á síðasta tímabili skoraði hann sex mörk í 26 leikjum.
Athugasemdir