Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 22. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Rúmenar vongóðir um sigur á Íslandi
Icelandair
Paul Bodgan Nicolescu í leik með Ægi árið 2016.
Paul Bodgan Nicolescu í leik með Ægi árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Razvan Marin leikmaður Rúmeníu.
Razvan Marin leikmaður Rúmeníu.
Mynd: Getty Images
„Ég tel að möguleikarnir séu 50/50 fyrir þennan leik en auðvitað er það smá kostur fyrir Ísland að spila heima. Þetta verður erfiður leikur fyrir bæði lið," sagði rúmenski varnarmaðurinn Bogdan Nicolescu við Fótbolta.net.

Bogdan spilaði með Leikni F. 2015 og Ægi á Íslandi árin 2016 og 2017. Bogdan segir spennu ríkja í heimalandi hans fyrir leikinn gegn Íslandi í undanúrslitum um sæti á EM.

„Fólk í Rúmeníu bíður með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik. Við vonumst til að ná inn á EM og eiga gott mót þar. Við erum í kynslóðaskiptum frá U21 liðinu yfir í aðalliðið og við vonum að þeir standi sig vel," sagði Bogdan við Fótbolta.net í dag.

„Landslið Rúmeníu er ekki eins sterkt og í gamla daga og þess vegna töpuðum við gegn Svíum heima. Við verðum komnir aftur á beinu brautina eftir tvö ár með þessum strákum sem eru að koma upp."

U21 lið Rúmena fór í undanúrslit á EM síðastliðið sumar og Bogdan segir marga spennandi leikmenn vera í liðinu.

„Við erum með mjög unga og hæfileikaríka leikmenn eins og (Razvan) Marin hjá Ajax, (Nicolaeu) Stanciu hjá Prag. Sonur Hagi (Ianis) er mjög hæfileikaríkur og við eigum leikmenn á Ítalíu. Við erum með markverði frá Lyon og Genoa en ég tel að styrkleiki liðsins felist í liðsheildinni."

„Það eru þjálfarabryetingar framundan og við erum mjög vongóðir um sigur. Spá mín er að þetta verði erfiður leikur en Rúmenía vinni 2-1."


Sjá einnig:
U21 lið Rúmena fór í undanúrslit á EM - Gullkynslóð að koma upp
Athugasemdir
banner
banner