Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mán 23. janúar 2023 14:46
Elvar Geir Magnússon
Doucoure reifst við Lampard og var hent í frystikistuna
Abdoulaye Doucoure.
Abdoulaye Doucoure.
Mynd: Getty Images
Abdoulaye Doucoure var bannað að æfa með liðsfélögum sínum hjá Everton eftir að hann reifst við stjórann Frank Lampard eftir tap gegn Southampton.

Rifrildið þeirra á milli hélt víst áfram á æfingasvæði Everton í síðustu viku og Lampard setti þennan þrítuga miðjumann í agabann.

Doucoure var látinn æfa einn á meðan lið Everton bjó sig undir leikinn gegn West Ham, sem tapaðist einnig.

Hann á hálft ár eftir af samningi sínum við Everton. Talinn er möguleiki á því að hann gæti farið til Fulham núna í janúarglugganum. Marco Silva, sem var stjóri hans hjá Watford, vill fá hann til Fulham.

Everton er í fallsæti og Lampard er í sjóðandi heitu sæti. Það kæmi hreinlega gríðarlega á óvart ef hann verður við stjórnvölinn þegar Everton mætir Arsenal þann 4. febrúar á Goodison Park.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner