Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard missir af næstu vikum
Mynd: Getty Images
Real Madrid er búið að staðfesta að Eden Hazard braut bein í ökkla og því ljóst að hann verður frá í nokkrar vikur.

Hann missir því af næstu leikjum liðsins, en næstu tveir leikir eru gríðarlega mikilvægir. Á miðvikudaginn er heimaleikur gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og á sunnudaginn er El Clasico toppslagur í spænsku deildinni.

Afar ólíklegt er að Hazard verði klár í slaginn í tæka tíð fyrir seinni leik Real Madrid gegn Man City, sem fer fram 17. mars.

Real tapaði óvænt gegn Levante í síðustu umferð og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir Barcelona.

Hazard gekk til liðs við Real síðasta sumar og hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán leikjum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner