Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fylkir skoraði átta gegn Magna
Arnór Gauti skoraði tvennu.
Arnór Gauti skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 8 - 1 Magni
1-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('7)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('15, víti)
3-0 Sam Hewson ('17)
4-0 Þórður Gunnar Hafþórsson ('33)
5-0 Fannar Örn Kolbeinsson ('37, sjálfsmark)
6-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('50)
6-1 Alexander Ívan Bjarnason ('63)
7-1 Ólafur Ingi Skúlason ('85)
8-1 Hákon Ingi Jónsson ('88)

Fylkir gjörsamlega rúllaði yfir Magna er liðin mættust í annarri umferð Lengjubikarsins í dag.

Árbæingar skelltu í sannkallaða flugeldasýningu og skoruðu fimm mörk fyrir leikhlé.

Þeir skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín og héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleik.

Arnór Gauti Ragnarsson skoraði sitt annað mark í leiknum á 50. mínútu áður en Alexander Ívan Bjarnason minnkaði muninn og staðan þá orðin 6-1.

Ólafur Ingi Skúlason og Hákon Ingi Jónsson gerðu sitt markið hvor undir lokin og niðurstaðan því 8-1 stórsigur Fylkis.

Fylkir er með fjögur stig eftir jafntefli við KA í fyrstu umferð. Magni tapaði fyrir Víkingi R. í fyrstu umferð og er án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner