Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 23. febrúar 2024 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við byrjuðum ekki nógu vel. Við vissum að þær eru tæknilega góðar en við drulluðum á okkkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir miðjumaður Íslands eftir 1 - 1 jafntefli við Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í Þjóðadeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Þetta var fullauðvelt hjá þeim en við komum vel til baka og seinni hálfleikurinn var skárri. Við brutum þetta oftar upp en vantaði að fá úrslitasendinguna. Ég er jákvæð," hélt hún áfram.

Serbía komst yfir á 19. mínútu leiksins Selma Sól Magnúsdóttir og Karólína voru ekki alveg á tánum svo Tijana Filipovic náði góðu skoti í teignum. Um markið sagði Karólína.

„Þetta var alltof auðvelt, ég stíg of ofarlega og þá komst hún í gegn, hún er rosalega góð tían þeirra. Við þurfum að hafa gætur á henni en eftir þetta áttu þær ekki tækifæri í hornum. Við lærum af þessu og þurfum bara að halda áfram."

Ísland svaraði strax með marki sem við skráum enn á Alexöndru Jóhannsdóttur en gæti verið skráð sem sjálfsmark.

„Þetta var eitthvað ljótasta mark sem ég hef séð en mark er mark og ég vissi að við myndum jafna þetta. Við fengum orku með rauða spjaldinu og hefðum kannski átt að taka þetta í lokin eftir það. En það gekk ekki í dag og við förum aftur á þriðjudaginn," sagði Karólína.

Hún vissi ekki að það væri besta vinkona hennar Alexandra sem hafði skorað markið sem var mikið pot og sagði:

„Var þetta Alex? Hún er nú vön því að þruma boltanum inn, hún hefur verið að skora screamer mörk í ítölsku deildinni. Kannski var þetta týpískt landsliðsmark hjá henni en hún skorar ansi falleg mörk líka."
Athugasemdir
banner