Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2024 15:59
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður QPR dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás
Mynd: Getty Images
Dómstóll í Antwerp í Belgíu hefur dæmd Ilias Chair, leikmann QPR á Englandi, í eins árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás.

Atvikið átti sér stað í Norður-Frakklandi fyrir fjórum árum er Chair og bróðir hans biðu á rútustoppistöð þar sem förinni var heitið aftur til Belgíu.

Trukkabílstjórinn Niels T lenti í einhverju orðaskaki við bræðurna sem endaði með barsmíðum af þeirra hálfu. Illias barði bílstjórann með grjóti, sem varð til þess að hann höfuðkúpubrotnaði.

Chair, sem er 26 ára gamall miðjumaður, hefur nú verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir árásina og fékk hann einnig eitt ár í skilorð. Þá er honum gert að greiða fórnarlambinu 13.400 pund í miskabætur. Chair hefur áfrýjað dómnum.

QPR sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu vegna málsins en þar kemur fram að félagið hafi verið í sambandi við lögfræðinga Chair. Félagið ætlar ekki að tjá sig frekar fyrr en eftir málalok.

Leikmaðurinn mun halda áfram að spila með QPR en þar er hann lykilmaður.

Á þessu tímabili hefur hann komið að níu mörkum í 31 leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner