PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   fös 23. febrúar 2024 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Rakel Hönnudóttir hélt hreinu gegn Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 0 - 4 Breiðablik
0-1 Barbára Sól Gísladóttir ('7 )
0-2 Margrét Lea Gísladóttir ('47 )
0-3 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('59 )
0-4 Birta Georgsdóttir ('76 )

Selfoss tók á móti Breiðabliki í Lengjubikar kvenna í kvöld og var Rakel Hönnudóttir á milli stanganna hjá Blikum.

Rakel leikur vanalega sem sóknarsinnaður miðjumaður en hún ákvað að bregða sér í markmannstreyjuna í fjarveru Telmu Ívarsdóttur, sem er í íslenska landsliðshópnum í umspilsleikjunum gegn Serbíu í Þjóðadeildinni.

Rakeli tókst að halda hreinu á milli stanga Blika í þægilegum sigri, þar sem staðan var þó aðeins 0-1 í leikhlé eftir mark frá Barbáru Sól Gísladóttur gegn sínum fyrrum liðsfélögum.

Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir skoruðu í síðari hálfleik til að innsigla fjögurra marka sigur.

Blikar eiga sex stig eftir tvær umferðir á meðan Selfoss er án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner