Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 23. febrúar 2024 23:33
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: England skoraði sjö
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir vináttulandsleikir fram í kvennaboltanum í kvöld þar sem England spilaði við Austurríki og gjörsamlega rúllaði yfir andstæðingana sína.

Alessia Russo og Beth Mead settu tvennu hvor í 7-2 sigri, á meðan Grace Clinton, Jessica Carter og Rachel Daly komust einnig á blað.

Lauren Hemp, Carlotte Wubben-Moy og Maya Le Tissier áttu stoðsendingar í sigrinum stóra.

Þeim ensku gekk talsvert betur heldur en þeim ítölsku, sem gerðu markalaust jafntefli við Írland.

Staðan var því markalaus að lokum, eftir nokkuð jafna og bragðdaufa viðureign.

Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, klúðraði þá vítaspyrnu í tapi Póllands gegn Sviss.

Svisslendingar unnu leikinn 4-1 eftir að hafa nýtt færin sín talsvert betur.

Að lokum sigraði Síle 2 - 0 gegn Jamaíku.

England 7 - 2 Austurríki
1-0 Alessia Russo ('3)
2-0 Grace Clinton ('19)
2-1 V. Kirchberger ('30)
3-1 Beth Mead ('37)
4-1 Alessia Russo ('61)
5-1 Jessica Carter ('70)
5-2 V. Kirchberger ('88)
6-2 Beth Mead ('89)
7-2 Rachel Daly ('93)

Pólland 1 - 4 Sviss
0-1 W. Zieniewicz ('6, sjálfsmark)
0-1 Ewa Pajor, misnotað víti ('17, Pólland)
0-2 A. Pilgrim ('45)
1-2 K. Adamek ('62)
1-3 N. Ivelj ('66)
1-4 A. Lehmann ('72)

Ítalía 0 - 0 Írland

Síle 2 - 0 Jamaíka

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner