Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 23. mars 2017 21:04
Magnús Már Einarsson
Myndbönd: Leikur Fram og Breiðabliks flautaður af
Varamenn Blika í leiknum í kvöld.
Varamenn Blika í leiknum í kvöld.
Mynd: Twitter - Breiðablik
Leikur Fram og Breiðabliks var flautaður af á 70. mínútu í kvöld. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal og óhætt er að segja að veðurskilyrðin shafi ekki verið góð.

Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, ákvað að gera hlé á leiknum á 70. mínútu vegna veðursins. Skömmu síðar flautaði hann leikinn svo af.

Rok og snjór er á svæðinu og leikmenn gátu lítið séð inni á vellinum.

Staðan var 1-0 þegar flautað var af en Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrir Breiðablik. Ekki er búið að greina frá því hvort leikurinn verði endurtekinn eða hvort síðustu 20 mínúturnar verði spilaðar.

Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, greindi frá því á Twitter í dag að KSÍ hafi hafnað beiðni beggja félaga um að fá að leika leikinn í kvöld í Fífunni.

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr Úlfarsárdal í kvöld.







Athugasemdir
banner
banner
banner