mán 23. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilder vill klára tímabilið sama hversu langan tíma það tekur
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, segir að það verði að klára tímabilið sama hvað gerist.

Hlé er á ensku úrvalsdeildinni út af kórónuveirufaraldrinum. Hlé hefur að minnsta kosti verið gert þangað til 30. apríl og verður því ekkert leikið í deildinni næsta mánuðinn, og rúmlega það.

Það hafa einhverjir rætt um það að hætta tímabilinu, segja skilið við það eins og það er eða jafnvel bara dæma tímabilið ógilt og hefja það með hreint blað á næstu leiktíð. Það kemur ekki til greina í huga Wilder.

„Ég vildi í fyrstu ekki spila á bak við luktar dyr en núna hugsa ég að ef það er eitthvað sem verði að gera, þá verði það bara að vera þannig," sagði Wilder við Daily Mail.

„Það verður engin málamiðlun í þessu. Við verðum að klára tímabilið, sama hversu langan tíma það tekur."

Lærisveinar Wilder í Sheffield United hafa átt mjög gott tímabil og komið liða mest á óvart. Sem stendur er liðið í sjöunda sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner