Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 23. apríl 2015 19:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn
Oliver Sigurjóns: Smá Berbatov eða Eiður Smári
Oliver átti flottan leik í dag.
Oliver átti flottan leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson lagði upp sigurmark úrslitaleiks Lengjubikarsins á fallegan hátt þegar hann átti utanfótarsendingu á Ellert Hreinsson í 1-0 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KA

„Við erum rosalega gíraðir fyrir tímabilið og erum tilbúnir að takast á við það. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þessa medalíu í dag," sagði miðjumaðurinn ungi eftir leikinn.

„Við erum í flottu formi og frábær liðsheild einkennir liðið. Það er ógeðslega gaman að koma á æfingar. Við hefðum getað skorað svona fjögur mörk í fyrri hálfleik. Stundum er þetta svona en við þurfum bara að halda áfram."

„Það var smá Berbatov eða Eiður Smári í þessu," sagði Oliver um stoðsendingu sína.

Maður leiksins var Kristinn Jónsson sem var frábær í bakverðinum.

„Hann er í flottu formi og líkar mjög að krossa honum. Hann er að búa til flott færi og við þurfum að halda áfram að vinna í kringum það. Við erum mjög góðir að færa hann frá hægri yfir til vinstri og opna á hann. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel og það er glæsilegur styrkur að hafa hann í sumar."

Oliver átti góðan leik í dag og er með það markmið að festa sig í sessi í byrjunarliði Blika.

„Ef maður er sterkur og kann að bíta aðeins frá sér og er að spila vel þá er maður í liðinu. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og nú er að byggja ofan á það. Ég ætla mér að vera í byrjunarliðinu í sumar," sagði Oliver en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir