Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   fim 23. apríl 2015 19:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn
Oliver Sigurjóns: Smá Berbatov eða Eiður Smári
Oliver átti flottan leik í dag.
Oliver átti flottan leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson lagði upp sigurmark úrslitaleiks Lengjubikarsins á fallegan hátt þegar hann átti utanfótarsendingu á Ellert Hreinsson í 1-0 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KA

„Við erum rosalega gíraðir fyrir tímabilið og erum tilbúnir að takast á við það. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þessa medalíu í dag," sagði miðjumaðurinn ungi eftir leikinn.

„Við erum í flottu formi og frábær liðsheild einkennir liðið. Það er ógeðslega gaman að koma á æfingar. Við hefðum getað skorað svona fjögur mörk í fyrri hálfleik. Stundum er þetta svona en við þurfum bara að halda áfram."

„Það var smá Berbatov eða Eiður Smári í þessu," sagði Oliver um stoðsendingu sína.

Maður leiksins var Kristinn Jónsson sem var frábær í bakverðinum.

„Hann er í flottu formi og líkar mjög að krossa honum. Hann er að búa til flott færi og við þurfum að halda áfram að vinna í kringum það. Við erum mjög góðir að færa hann frá hægri yfir til vinstri og opna á hann. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel og það er glæsilegur styrkur að hafa hann í sumar."

Oliver átti góðan leik í dag og er með það markmið að festa sig í sessi í byrjunarliði Blika.

„Ef maður er sterkur og kann að bíta aðeins frá sér og er að spila vel þá er maður í liðinu. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og nú er að byggja ofan á það. Ég ætla mér að vera í byrjunarliðinu í sumar," sagði Oliver en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner