Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Í fimm ára bann fyrir að rota forseta andstæðinganna
Mynd: Getty Images
Luciano Camilli, varaforseti Viterbese, hefur verið dæmdur í fimm ára bann frá knattspyrnu eftir að hafa rotað forseta andstæðinganna í Arezzo, Giorgio La Cava.

Liðin mættust í umspilinu á Ítalíu um að komast upp í Serie B og hafði Arezzo betur, 5-0 samanlagt.

La Cava var að ganga af velli eftir sigurinn þegar Luciano réðst að honum með kreppta hnefa á leið til klefa. Forsetinn missti meðvitund um stundu eftir árasina.

Luciano fékk 30 þúsund evru sekt auk bannsins. Hann er ekki aðeins varaforseti Viterbese heldur einnig sonur forsetans Piero Camilli.

Arezzo fer því áfram í næstu umferð umspilsins ásamt Catania, Imolese, Triestina, Feralpisalo, Trapani, Piacenza og Pisa.
Athugasemdir
banner
banner
banner