Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 23. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger: Eigendur í Frakklandi hugsa of mikið um að græða
Franski reynsluboltinn og fyrrum þjálfari Arsenal, Arsene Wenger, vandar ekki eigendum franskra knattspyrnufélaga kveðjuna.

Wenger segir framtíðaráform þeirra ekki vera að byggja upp knattspyrnulið heldur að græða á fjárfestingu sinni, kaupum á félaginu og leikmannasölu.

„Eignarhald franskra félaga fellur iðulega í hendur þeirra sem hafa lítinn hug á að byggja eitthvað upp fyrir framtíðina með knattspyrnuliðið í forgrunni," segir Wenger á beIN SPORTS.

„Í staðinn er fjárfestirinn í leit að gróða út frá sinni fjárfestingu," bætir Wenger við. Wenger er svekktur að ekki séu nægilega mörg félög sem stefni á að byggja upp gott lið og í staðinn sé vonað að einhver leikmaður seljist á góða upphæð til stærra félags.


Athugasemdir
banner