lau 23. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger: Eigendur í Frakklandi hugsa of mikið um að græða
Mynd: Getty Images
Franski reynsluboltinn og fyrrum þjálfari Arsenal, Arsene Wenger, vandar ekki eigendum franskra knattspyrnufélaga kveðjuna.

Wenger segir framtíðaráform þeirra ekki vera að byggja upp knattspyrnulið heldur að græða á fjárfestingu sinni, kaupum á félaginu og leikmannasölu.

„Eignarhald franskra félaga fellur iðulega í hendur þeirra sem hafa lítinn hug á að byggja eitthvað upp fyrir framtíðina með knattspyrnuliðið í forgrunni," segir Wenger á beIN SPORTS.

„Í staðinn er fjárfestirinn í leit að gróða út frá sinni fjárfestingu," bætir Wenger við. Wenger er svekktur að ekki séu nægilega mörg félög sem stefni á að byggja upp gott lið og í staðinn sé vonað að einhver leikmaður seljist á góða upphæð til stærra félags.


Athugasemdir
banner
banner