Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert vandamál að borga 175 milljónir fyrir Rafael Leao
Rafael Leao.
Rafael Leao.
Mynd: EPA
Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur áhuga á að kaupa portúgalska framherjann Rafael Leao frá AC Milan í sumar.

Portúgalska dagblaðið O Jogo segir frá þessu en þar kemur fram að riftunarverðið í samningi Leao sé ekkert vandamálið fyrir sádi-arabíska félagið.

Riftunarverðið í samningi Leao hljóðar upp á 175 milljónir evra en ef hann yrði keyptur á þá upphæð, þá yrði hann þriðji dýrasti fótboltamaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappe.

Al-Hilal á sér það markmið að byggja upp lið sem er nægilega sterkt til að vinna HM félagsliða.

Leao er 24 ára gamall portúgalskur landsliðsmaður sem hefur spilað stórt hlutverk í liði AC Milan frá 2019. Á yfirstandandi tímabili hefur hann gert 14 mörk í 46 keppnisleikjum.
Athugasemdir
banner
banner