Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli tekur formlega við AB eftir helgi
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins, mun formlega taka við störfum hjá danska félaginu AB næsta mánudag.

„AB Gladsaxe þakkar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að gefa félaginu og Joey tækifæri til að hefja samstarfið á þessum tíma," segir í tilkynningu AB.

Það var tilkynnt í síðustu viku að Jóhannes Karl Guðjónsson væri nýr þjálfari AB sem er í sjötta sæti í C-deild í Danmörku.

Hann stýrir liðinu í fyrsta sinn gegn Esbjerg á útivelli þann 31. maí næstkomandi.

Fabiana Alcalá mun stýra AB aftur á morgun gegn Roskilde en hún stýrði liðinu í 1-1 jafntefli gegn Nyköbing á dögunum og varð þar með fyrsta konan til að stýra karlaliði í deildarkeppni í Danmörku.
Athugasemdir
banner