Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júní 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona ekki enn búið að ná samkomulagi við Messi
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Argentínski leikmaðurinn Lionel Messi verður samningslaus eftir viku en hann hefur ekki enn komist að samkomulagi við Barcelona um að framlengja.

Messi verður 34 ára gamall á morgun en samningur hans við Börsunga rennur út um mánaðarmótin.

Það var útlit fyrir að hann myndi yfirgefa félagið fyrir nokkrum mánuðum síðan en eftir að Joan Laporta tók við stöðu forseta félagsins þá breyttist andrúmsloftið.

Barcelona hefur verið í samningaviðræðum við Messi síðustu vikur en það er þó ekkert samkomulag í höfn. Laporta hefur rætt við föður Messi, Jorge, en ekkert formlegt tilboð hefur verið lagt á borðið.

Spænskir miðlar telja það líklegast að Messi skrifi undir eins árs framlengingu með möguleika á að framlengja um annað ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner