Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 23. júní 2021 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin á EM: Busquets kemur inn - Quaison byrjar
Sergio Busquets.
Sergio Busquets.
Mynd: EPA
Krychowiak byrjar
Krychowiak byrjar
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:00 hefjast lokaleikir E-riðils á EM. Svíar eru öruggir áfram í riðlinum en Slóvakía, Spánn og Pólland berjast um 1-2 laus sæti áfram.

Möguleiki er á því að úr þessum riðli fari þrjú lið áfram, þ.e.a.s. að þriðja sætið í þessum riðli verði eitt af fjórum stigahæstu liðunum í þriðja sæti.

Slóvakía mætir Spáni og Svíþjóð mætir Póllandi. Stöðuna í riðlinum má sjá hér neðst í fréttinni.

Fjórar breytingar eru á liði Spánar frá jafneflinu gegn Póllandi. Cesar Azpilicueta, Pablo Sarabia og Eric Garcia koma inn í liðið. Það gerir einnig Sergio Busquets sem greindist með veiruna fyrr í mánuðinum. Tvær breytingar eru á liði Slóvakíu. Lukas Haraslin og Jakub Hromada koma inn.

Ein breyting er á liði Póllands. Grzegorz Krychowiak kemur inn eftir leikbann fyrir Jakub Moder. Sömuleiðis er ein breyting á sænska liðinu. Robin Quaison kemur inn fyrir Marcus Berg.

Slóvakía: Dubravka, Pekarik, Satka, Skriniar, Hubocan, Kucka, Hromada, Haraslin, Hamsik, Mak, Duda.

Spánn: Simon, Azpilicueta, Garcia, Laporte, Alba, Koke, Busquets, Pedri, Sarabia, Morata, Moreno




Svíþjóð: Olsen, Lustig, Lindelöf, Danileson, Augstinsson, Larsson, Ekdal, Forsberg, Isak, Olsson, Quaison.

Pólland: Szczesny, Bednarek, Bereszynski, Glik, Zielenski, Jozwiak, Puchacz, Klich, Swiderski, Krychowiak, Lewandowski.
Athugasemdir
banner
banner