Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
   mið 23. júní 2021 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón: Vorum ekki að henda inn óreyndum 2. flokks guttum
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundfúll með úrslitin og að detta úr þessari keppni," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir tap gegn ÍA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við gáfum of mikið forskot í upphafi leiks til að ná. Við fengum fullt af tækifærum til að skora og mér fannst við heilt yfir vera sterkara liðið í leiknum."

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Fram

Skagamenn komust í 3-0 eftir rúmar 20 mínútur. Það voru gerðar átta breytingar á liði Fram, sem er á toppi Lengjudeildarinnar.

„Það eru einhver meiðsli og einhverjir þreyttir. Við erum með öflugan og breiðan hóp. Það er ekki eins og við höfum verið að henda inn óreyndum 2. flokks guttum í þennan leik. Við ætluðum að koma hingað og halda áfram í bikarnum. Það er mikil törn framundan og við þurfum að vera klárir í hana."

Jón segir að aðaláherslan sé auðvitað á deildinni þar sem Fram ætlar sér að komast upp í Pepsi Max-deildina. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner