mið 23. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
RB Salzburg fær miðjumann frá Boca Juniors (Staðfest)
Nicolas Capaldo í leik með Boca Juniors
Nicolas Capaldo í leik með Boca Juniors
Mynd: EPA
Það er alltaf gaman að fylgjast með félagaskiptum hjá austurríska félaginu RB Salzburg en félagið hefur þróað marga frábæra leikmenn síðustu árin. Nicolas Capaldo er nú genginn til liðs við félagið frá Boca Juniors.

Capaldo er 22 ára gamall miðjumaður og kemur frá Argentínu en hann á 65 leiki að baki fyrir aðallið félagsins.

Leikmaðurinn hentar fullkomlega inn í taktík Salzburg. Þetta er varnarsinnaður leikmaður sem sýnir yfirleitt engin ummerki um þreytu.

Hann mun formlega ganga til liðs við félagið um mánaðarmótin á sama tíma kemur pólski miðvörðurinn Kamil Piatkowski frá Rakow.

Salzburg hefur þróað leikmenn á borð við Erling Braut Haaland, Sadio Mane, Stefan Lainer, Konrad Laimer, Amadou Haidara, Naby Keita, Kevin Kampl og Patson Daka, sem er að ganga í raðir Leicester á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner