Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. júní 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Man Utd berjast um Michael Edwards
Michael Edwards er eftirsóttur af mörgum félögum
Michael Edwards er eftirsóttur af mörgum félögum
Mynd: Liverpool.com
Chelsea og Manchester United eru meðal þeirra félaga sem ætla að reyna við Michael Edwards, fyrrum yfirmann íþróttamála hjá Liverpool.

Edwards var ráðinn til starfa hjá Liverpol árið 2011 og var þá yfirmaður á greiningarsviði félagsins en vann sig upp hjá félaginu og var gerður að yfirmanni íþróttamála nokkrum árum síðar.

Hann spilaði stóra rullu í kaupunum á Mohamed Salah, Sadio Mané og Virgil van Dijk svo einhver nöfn séu nefnd og átti þátt í því að skapa eitt besta fótboltalið heims.

Edwards er hættur hjá Liverpool og tók Julian Ward við stöðunni en Chelsea og Manchester United eru sögð afar áhugasöm um að fá hann í sumar.

United er þegar byrjað að taka til í stjórnarstöðum félagsins og væri Edwards mikill fengur fyrir félagið en ekki er ljóst hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við erkifjendur Liverpool.

Lee Dykes, sem leiðir leikmannakaupin hjá Brentford er einnig orðaður við félagið og Kieron Scott, yfirmaður fótboltamála hjá Middlesbrough.

Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er einnig með auga á Edwards en Marina Granovskaia, sem var framkvæmdastjóri félagsins frá 2014, er hætt. Edwards hefur nú þegar hafnað einu tilboði frá Chelsea samkvæmt enskum miðlum.
Athugasemdir
banner
banner