Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 23. júní 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var óánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir FH á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Það er bara leiðinlegt, bara hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, það venst seint. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist í svona 75 mínútur fannst mér við bara vera þokkalegir í þessum leik. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera mun betri aðilinn og við sköpum okkur hættuleg færi. Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur nema þetta mark. Síðan bara byrjum við af krafti í seinni hálfleik, gerum skiptingar og jöfnum leikinn. Gerum það mjög vel og það er kraftur í okkur. Síðan fáum við bara mark í andlitið stuttu seinna úr föstu leikatriði sem er bara ekki nógu gott. Við héldum alveg áfram að berjast í stöðunni 2-1, að reyna að setja eitt jöfnunarmark. Svo kemur bara ein skyndisókn og þeir ná að setja 3-1, þá svona fjarar þetta út fyrir okkur."

Emil Ásmundsson og Nikulás Val Gunnarsson spiluðu sem fremstu menn hjá Fylki í dag og hafa gert síðustu leiki. Þeir hafa báðir yfirleitt á sínum ferli spilað á miðjunni en Rúnari þykir lítið athugavert við að setja þá í þessar stöður.

„Þeir spila líka svona í síðasta leik, og þar síðasta. Það er svo sem ekkert óvanalegt, þetta eru bara öflugir leikmenn og svo erum við bara að nýta breiddina okkar, flinkir leikmenn og þeir gera það vel. Þannig það er ekkert að því."

Eftir úrslit kvöldsins er það ljóst að Fylkismenn fara aftur í neðsta sæti deildarinnar. Fallbaráttan lítur út fyrir að hún verður spennandi í ár.

„Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa, við getum ekki verið að stóla á einhver önnur lið. Þetta er allt í okkar höndum ennþá. Það snýst ekkert um neitt annað en okkur sjálfa þannig við þurfum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner