Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júlí 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Birmingham frystir treyjunúmerið 22 eftir brottför Bellingham
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund staðfesti kaupin á táningnum efnilega Jude Bellingham frá Birmingham City fyrr í vikunni.

Dortmund borgar 25 milljónir punda fyrir Bellingham auk árangurstengdra bónusgreiðslna.

Bellingham er 17 ára miðjumaður og var eftirsóttur af Manchester United og öðrum stórliðum auk Dortmund.

Hann er uppalinn hjá Birmingham og klæddist treyju númer 22. Eftir brottför Bellingham ákvað félagið að frysta treyjunúmerið og því mun enginn leikmaður félagsins klæðast þeirri treyju aftur.

Bellingham er elskaður í Birmingham og litið á hann sem frábæra fyrirmynd. Hjá Dortmund á hann bjarta framtíð fyrir sér enda hjá félagi sem er frægt fyrir að spila á ungum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner