Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fim 23. júlí 2020 23:37
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Björn: Að vinna Blikana gerði þetta sætara
Sáttur með sína menn í dag
Sáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari og hans lærisveinar í HK unnu frábæran sigur á erkifjendum sínum í Breiðablik en leikar enduðu með 1-0 sigri HK eftir mark frá Birni Snæ Ingasyni.

"Kærkomin þrjú stig í fyrsta lagi eftir þennan leik, við lögðum það upp að taka sigurinn, við töluðum um það að það skipti ekki máli á móti hverjum við spilum gegn en það vildi svo til við vorum að spila við Breiðablik sem gerir þetta meira sætara en fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú" Sagði Brynjar eftir frábæran sigur sinna manna.

Þurfti þessi leikur að vinnast að mati Brynjars þar sem liðið var án sigurs í 5 síðustu leikjum?

"Nei alls ekki en við fórum inn í þennan leik að við þurftum að mæta til leiks og við þurftum að hlaupa og berjast og verjast, sækja þegar það var möguleiki á því sem var kannski minna af í dag, við vissum að Blikarnir yrðu mikið með boltann og við þyrftum að vera vel vakandi yfir þeirra sóknarleik"

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Breiðablik

Hversu mikilvægur var þessi sigur?

"Hann var mikilvægur upp á það að fá þrjú stig og komast aðeins upp töfluna og bara fyrir sjálfstraustið og trúna og halda í það og halda bara áfram með tímabilið"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner