Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
   fim 23. júlí 2020 23:37
Arnar Laufdal Arnarsson
Brynjar Björn: Að vinna Blikana gerði þetta sætara
Sáttur með sína menn í dag
Sáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari og hans lærisveinar í HK unnu frábæran sigur á erkifjendum sínum í Breiðablik en leikar enduðu með 1-0 sigri HK eftir mark frá Birni Snæ Ingasyni.

"Kærkomin þrjú stig í fyrsta lagi eftir þennan leik, við lögðum það upp að taka sigurinn, við töluðum um það að það skipti ekki máli á móti hverjum við spilum gegn en það vildi svo til við vorum að spila við Breiðablik sem gerir þetta meira sætara en fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú" Sagði Brynjar eftir frábæran sigur sinna manna.

Þurfti þessi leikur að vinnast að mati Brynjars þar sem liðið var án sigurs í 5 síðustu leikjum?

"Nei alls ekki en við fórum inn í þennan leik að við þurftum að mæta til leiks og við þurftum að hlaupa og berjast og verjast, sækja þegar það var möguleiki á því sem var kannski minna af í dag, við vissum að Blikarnir yrðu mikið með boltann og við þyrftum að vera vel vakandi yfir þeirra sóknarleik"

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Breiðablik

Hversu mikilvægur var þessi sigur?

"Hann var mikilvægur upp á það að fá þrjú stig og komast aðeins upp töfluna og bara fyrir sjálfstraustið og trúna og halda í það og halda bara áfram með tímabilið"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner