Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 23. júlí 2021 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svekkjandi tap hjá Gulla Victori er tvö stórveldi mættust í B-deild
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta deildarleik með Schalke er liðið tapaði á mjög svekkjandi máta gegn Hamburg.

Þetta eru tvö stór félög í Þýskalandi en þau leika núna bæði í B-deildinni. Schalke féll á síðustu leiktíð og sótti Guðlaug Victor frá Darmstadt í sumar.

Schalke tók forystuna snemma og var 1-0 yfir í hálfleik. Hamburg jafnaði snemma í seinni hálfleik og gekk svo frá leiknum á síðustu tíu mínútunum. Gríðarlega svekkjandi fyrir Schalke en það eru 33 leikir eftir í deildinni á þessu tímabili.

Aron Jó ekki með
Í Póllandi var sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson ekki með Lech Poznan er liðið gerði markalaust jafntefli við Radomiak Radom í fyrstu umferð pólsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner