Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. ágúst 2019 11:09
Magnús Már Einarsson
Deyr fótboltafélagið Bury í dag?
Steve Dale eigandi Bury.
Steve Dale eigandi Bury.
Mynd: Manchester Evening News
Enska félagið Bury verður rekið úr ensku deildarkeppninni á miðnætti ef nýr eigandi kaupir ekki eða eigandi þess komi með fjármagn í reksturinn.

Bury hefur verið í bullandi fjárhagsvandræðum en félagið skuldar starfsfólki og leikmönnum laun og hefur ekki ennþá spilað leik í ensku C-deildinni á þessu tímabili.

Fjórir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa félagið í vikunni en Steve Dale, eigandi þess, hefur ekki ennþá viljað selja.

Dale er afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum og starfsfólki Bury. Dale keypti félagið í fyrra og ætlaði að bjarga því frá gjaldþroti en nú er allt í rugli hjá félaginu.

Eins og staðan er núna bendir því allt til að Bury verði rekið úr ensku deildarkeppninni í dag og það verði endalok félagsins.
Athugasemdir
banner
banner