Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 23. september 2019 16:47
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 22. umferð: Verkefni af annarri stærðargráðu
Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Pétur í leiknum gegn Haukum.
Pétur í leiknum gegn Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lið Gróttu vann það magnaða afrek um helgina að vinna Inkasso-deildina en liðið lagði Hauka 4-0 í lokaumferðinni.

Sóknarmaðurinn Pétur Theodór Árnason hefur verið magnaður með Gróttu í sumar en hann skoraði eitt af mörkunum fjórum gegn Haukum og var valinn maður leiksins. Hann er leikmaður 22. umferðar.

Eru menn enn í skýjunum eftir að hafa farið upp?

„Já, ég get ekki neitað því. Að hafa klárað þetta tímabil svona með bikarinn fyrir framan hálft bæjarfélagið var ólýsanlegt. Maður er ennþá að átta sig á þessu," segir Pétur.

Hvernig var þessum árangri fagnað hjá liðinu?

„Það var bikarhátíð á Rauða ljóninu eftir leik þar sem Eiðistorgið var fullt af Nesbúum, svo um kvöldið var lokahóf hjá báðum meistaraflokkunum sem síðar um kvöldið var opnað fyrir öllum."

Liðsheildin þarf að styrkjast enn frekar
Hver er stærsta ástæðan fyrir því að Grótta vann þessa deild?

„Liðsheildin. Við erum með ótrúlega góðan og samstilltan hóp af leikmönnum, þjálfurum og öllum sem stóðu að þessu. Allir vissu sitt hlutverk og var því auðvelt fyrir hvern sem er að koma inní þetta. Óskar og Dóri eru geggjaðir þjálfarar, eiga allt hrós skilið og meira en það fyrir að koma þessu liði á þann stað þar sem það er komið í dag," segir Pétur.

Hvenær fóru menn að átta sig á því að það væri mjög góður möguleiki á að fara upp?

„Held við höfum áttað okkur á því eftir fyrri helminginn þegar við vorum búnir að máta okkur við öll liðin í deildinni að það væri alveg möguleiki fyrir okkur að berjast um þetta sæti að fara upp í lok tímabilsins."

Hvernig telur þú að liðið og félagið sé tilbúið að takast á við Pepsi Max?

„Leikmannahópurinn er fullkomlega meðvitaður um að við erum að fara inn í verkefni af annari stærðargráðu en við höfum tekist á við áður. Til þess að við getum tekist á við þetta verkefni þurfum við að æfa betur en nokkurn tímann áður. Liðsheildin sem hefur einkennt þetta lið þarf að styrkjast enn frekar og trúin á okkur sjálfa þarf að lifa í gegnum hvað sem mögulega gæti komið upp," segir Pétur.

„Hvaða varðar félagið þá er ég viss um að okkar frábæru stjórnarmenn og styrktaraðilar muni gera allt sem þeir geta til að efla umgjörðina í kringum okkur. Það hefur verið mikið lagt í umgjörð í kringum liðið síðastliðin tvö ár en eins og hjá okkur leikmönnum þarf auðvitað að setja aukinn kraft inn þar."

„Við munum mæta klárir."

Sjáðu einnig
Bestur í 21. umferð - Helgi Guðjónsson (Fram)
Bestur í 20. umferð - Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
Bestur í 19. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Bestur í 18. umferð - Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Bestur í 17. umferð - Arnar Þór Helgason (Grótta)
Bestur í 16. umferð - Roger Banet (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Rafael Victor (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 13. umferð - Dino Gavric (Þór)
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner
banner