Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 23. september 2019 12:15
Magnús Már Einarsson
Lið 21. umferðar - Stjarnan á flesta fulltrúa
Skúli Jón er í liði umferðarinnar.
Skúli Jón er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni skoraði tvö gegn Fylki.
Hilmar Árni skoraði tvö gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferðin í Pepsi Max-deild karla fór fram í gær. Íslandsmeistarar KR tóku á móti bikarnum eftir 3-2 sigur á FH. Skúli Jón Friðgeirsson spilaði kveðjuleik sinn í Vesturbænum og hann er í liði umferðarinnar líkt og varnarmaðurinn ungi Finnur Tómas Pálmason. Steven Lennon skoraði laglegt mark fyrir FH í leiknum og er líka í liðinu.

Aron Dagur Birnuson varði vel í marki KA og Elfar Árni Aðalsteinsson var á skotskónum í útisigri gegn Víkingi.

Hilmar Árni Halldórsson er orðinn markahæstur í deildinni eftir tvö mörk í 4-1 sigri Stjörnunnar gegn Fylki í Árbænum. Martin Rauschenberg var flottur í vörn Stjörnunnar í þeim leik og Eyjólfur Héðinsson átti góðan dag á miðjunni.

Hörður Árnason og Birnir Snær Ingason voru öflugir í liði HK í jafntefli gegn ÍA í Kórnum.

ÍBV gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik en þar var miðjumaðurinn ungi Nökkvi Már Nökkvason maður leiksins.

Sjá einnig:
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner