Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tomiyasu óánægður með lítinn spiltíma
Mynd: EPA
Takehiro Tomiyasu er leikmaður Arsenal og er hann óánægður með spiltímann sem hann hefur fengið til þessa á tímabilinu. Tomiyasu var keyptur til Arsenal frá Bologna á sextán milljónir punda síðasta haust og kom við sögu í 21 leik á síðasta tímabili.

Hann hefur komið við sögu í sex af sjö leikjum í upphafi nýs tímabils, alltaf sem varamaður.

„Ég er ekki ánægður. Þegar þú horfir á hvaða leikmenn eru að byrja í úrvalsdeildinni þá skilur maður hvað þarf til að spila í deildinni. Ég mun leggja hart að mér til að fá stöðuna til baka."

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ánægður með kostina sem hann hefur í hægri bakverði og hefur gefið í skyn að bæði Tomiyasu og Ben White munu fá tækifæri í vetur. White hefur verið í byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins.

„Þeir geta báðir spilað miðvörð. Framundan eru margar mínútur af fótbolta og þá er frábært að vera með menn sem geta spilað meira en eina stöðu," sagði Arteta eftir sigur Arsenal gegn Brentford um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner