Valur tóku á móti Stjörnunni í kvöld þegar Besta deildin hélt áfram göngu sinni eftir skiptingu og var þetta fyrsta umferðin í efri hluta.
Stjarnan byrjuðu af krafti og leiddu í hálfleik en Valsmenn komu til baka í síðari og jafntefli varð niðurstaðan.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 2 Stjarnan
„Við breyttum aðeins í hálfleik og það skilaði okkur betri leik. Við náðum að setja miklu meiri pressu á þá og involvera alla í leiknum. Við vorum of passívir í fyrri hálfleiknum og ræddum það í hálfleiknum og komum miklu grimmari út í seinni hálfleiknum." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir leikinn í kvöld.
„Stjarnan er nátturlega virkilega gott fótboltalið og eru með miklar hreyfingar. Strikerinn er að droppa niður á miðjuna og þá eru að koma hlaup á bakvið okkur hafsentana ef við erum að fara með honum."
„Við ætluðum til að byrja með til að koma í veg fyrir það að ekki vera að fylgja honum inn og þar að leiðandi fengu þeir alltof mikinn tíma á boltann og við ræddum það í hálfleik að fara aðeins ákafari í þá og setja pressu á þá og mér fannst það skila töluvert betri árangri."
Evrópubaráttan er orðin mun harðari núna eftir að ljóst varð að fjórða sætið gæti ekki lengur sæti í Evrópu.
„Það skiptir öllu máli fyrir klúbb eins og Val að vera í Evrópukeppni og það setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn þannig nú skiptir hver leikur máli í þessari úrslitakeppni loksins og það er bara skemmtilegt fyrir áhorfendur og alla sem að þessu koma."
Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |