Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. október 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Chamberlain byrjar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Síðustu leikirnir í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar
hefjast innan skamms og hafa öll byrjunarlið verið staðfest.

Liverpool heimsækir Genk í E-riðli og mun James Milner byrja sem hægri bakvörður í fjarveru Trent Alexander-Arnold. Dejan Lovren kemur þá inn í miðvarðarstöðuna fyrir Joel Matip og þarf Joe Gomez að sætta sig við bekkjarsetu.

Alexander Oxlade-Chamberlain byrjar ásamt Fabinho og Naby Keita á miðjunni. Þeir halda Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum á bekknum. Mohamed Salah er þá búinn að ná sér af meiðslum og kemur aftur inn í byrjunarliðið fyrir Divock Origi.

Liverpool er með þrjú stig eftir tvær umferðir í erfiðum riðli. Genk náði jafntefli við Napoli í síðustu umferð og eru Belgarnir erfiðir viðureignar á heimavelli.

Genk: Coucke, Mæhle, Cuesta, Lucumi, Uronen, Ito, Heynen, Berge, Bongonda, Samatta, Onuachu
Varamenn: De Voordt, De Morre, De Waest, Hrosovsky, Hagi, Odey, Ndongala

Liverpool: Alisson, Milner, Lovren, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Ox-Chamberlain, Keita, Mane, Salah, Firmino
Varamenn: Adrian, Gomez, Wijnaldum, Henderson, Lallana, Brwester, Origi



Stórleikur kvöldsins er í F-riðli, þar sem Inter tekur á móti Borussia Dortmund. Það vantar lykilmenn í bæði lið og verður þetta afar áhugaverð viðureign.

Thorgan Hazard og Jadon Sancho byrja fremstir hjá Dortmund í fjarveru Paco Alcacer og Marco Reus. Í lið Inter vantar hins vegar Stefano Sensi á miðjuna og Alexis Sanchez í sóknina.

Romelu Lukaku er að sjálfsögðu fremstur í klassísku 3-5-2 uppstillingu Antonio Conte, með Lautaro Martinez sér við hlið.

Inter: Handanovic, Godin, De Vrij, Skriniar, Candreva, Gagliardini, Brozovic, Barella, Asamoah, L. Martinez, Lukaku
Varamenn: Padelli, Bastoni, Biraghi, Valero, Esposito, Lazaro, Politano

Dortmund: Bürki, Hakimi, Hummels, Akanji, Schulz, Weigl, Delaney, Witsel, Brandt, Hazard, Sancho
Varamenn: Hitz, Zagadou, Piszczek, Dahoud, B. Larsen, Guerreiro, Götze



Í Austurríki er afar spennandi viðureign á milli Salzburg og Napoli. Norðmaðurinn efnilegi Erling Braut Håland er í byrjunarliði heimamanna en hann er kominn með 18 mörk í 12 leikjum á tímabilinu.

Það er ekki margt sem kemur á óvart í í liði Napoli nema það að Piotr Zielinski byrjar á vinstri kanti á kostnað Lorenzo Insigne. Þá kemur Hirving Lozano inn í framlínuna fyrir Arkadiusz Milik og heldur Kevin Malcuit stöðu sinni í vinstri bakverðinum. Faouzi Ghoulam og Mario Rui eru báðir frá vegna meiðsla.

Salzburg: Stankovic, Kristensen, Ramalho, Wöber, Ulmer, Daka, Mwepu, Junuzovic, Minamino, Håland, Hwang
Varamenn: Coronel, Vallci, Onguene, Ashimeru, Szoboszlai, Okugawa, Koita

Napoli: Meret, Malcuit, Luperto, Koulibaly, Di Lorenzo, Callejon, Allan, F. Ruiz, Zielinski, Lozano, Mertens
Varamenn: Ospina, Elmas, Gaetano, Amin, Insigne, Milik, Llorente



Slavia Prag: Kolar, Coufal, Kudela, Hovorka, Boril, Soucek, Stanciu, Sevcik, Masopust, Olayinka, Zeleny
Varamenn: Kovar, Holes, Husbauer, Tecl, Van Buren, Skoda, Frydrych

Barcelona: ter Stegen, Semedo, Lenglet, Pique, Alba, Arthur, De Jong, Busquets, Griezmann, Messi, Suarez
Varamenn: Neto, Todibo, Firpo, Vidal, Rakitic, Fati, Dembele
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner