Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 10:01
Magnús Már Einarsson
Kabak til Liverpool?
Powerade
Ozan Kabak.
Ozan Kabak.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína föstudegi. BBC tók saman.



Mesut Özil, leikmaður Arsenal, gæti farið í MLS-deildina í Bandaríkjunum en DC United vill fá hann í sínar raðir. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonast til að geta látið varnarmanninn Eric Garcia (19) skrifa undir nýjan samning. (Independent)

Arsenal er að íhuga að fá framherjann Donyell Malen (21) aftur frá PSV Eindohven þremur árum eftir að félagið seldi hann til Hollands á 540 þúsund pund. (Soccernews)

Liverpool gæti snúið sér að tyrkneska varnarmanninum Ozan Kabak (20) hjá Schalke til að fylla skarð Virgil van Dijk. (Sport Witness)

Sergio Romero (33) frétti á samfélagsmiðlum að hann hefði ekki verið valinn í 25 manna hóp Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Argentínski markvörðurinn ætlar að ræða við félagið um meðhöndlunina sem hann hefur fengið. (Star)

Tottenham náði að ýta verðmiðanum á varnarmanninum Joe Rodon (23) niður í fimm milljónir punda á gluggadeginum en Swansea vildi upphaflega fá hærra verð fyrir hann. (Football Insider)

Gerard Pique (33) samþykkti að lækka laun sín hjá Barcelona um 50% út tímabilið til að hjálpa félaginu að takast á við fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar. (Sport)

Sergio Reguilon (23) segir að Joes Mourinho hafi verið lykillinn að því að hann ákvað að fara frá Real Madrid til Tottenham. (Sky Sports)

Arsenal hefur fengið Michel Bergkamp (22) á reynslu í U23 ára lið sitt en hann er sonur Dennis Bergkamp sem er goðsögn hjá félaginu. (Goal)

Newcastle hefur boðið framherjanum Florent Indalecio (23) samning út tímabilið en hann var á reynslu hjá félaginu á dögunum. (Newcastle Chronicle)

Darren Fletcher (36) er kominn tímabundið í þjálfarateymi Manchester United en hann er að taka þjálfaragráður og fær að læra hjá sínu gamla félagi. (Manchester Evening News)

Hægt verður að horfa á leik West Ham og Manchester City í bíósal um helgina, rétt hjá heimavelli West Ham, á meðan engir áhorfendur fá að mæta á leikinn. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner