Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   lau 23. október 2021 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Zlatan skoraði í bæði mörk gegn níu andstæðingum
Mynd: EPA
Bologna 2 - 4 AC Milan
0-1 Rafael Leao ('16)
0-2 Davide Calabria ('35)
1-2 Zlatan Ibrahimovic ('49, sjálfsmark)
2-2 Musa Barrow ('52)
2-3 Ismael Bennacer ('84)
2-4 Zlatan Ibrahimovic ('90)
Rautt spjald; Adama Soumaoro, Bologna ('20)
Rautt spjald: Roberto Soriano, Bologna ('58)

Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan sem heimsótti Bologna í lokaleik dagsins í ítalska boltanum.

Úr varð stórskemmtileg viðureign þar sem Zlatan lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Rafael Leao á sextándu mínútu en fjórum mínútum síðar var Adama Soumaoro rekinn af velli með beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður og ræna þannig upplögðu marktækifæri af gestunum.

Davide Calabria tvöfaldaði forystu Milan fyrir leikhlé og gerði Stefano Pioli tvær breytingar á liðinu í leikhlé. Tiemoue Bakayoko og Alexis Saelemaekers komu inn á miðjuna en tíu heimamenn virtust vakna til lífsins og voru snöggir að jafna metin.

Fyrst gerði Zlatan sjálfsmark með skalla eftir hornspyrnu og þremur mínútum síðar jafnaði hinn öskufljóti Musa Barrow leikinn fyrir Bologna. Staðan orðin 2-2 og fékk Roberto Soriano beint rautt spjald skömmu síðar svo heimamenn voru aðeins 9 eftir á vellinum síðasta hálftímann.

Þá var Olivier Giroud skipt inn til að breyta gangi mála en ekki tókst Milan að skora fyrr en undir lokin. Ismael Bennacer kom knettinum þá í netið og lagði svo upp fjórða markið fyrir Zlatan.

Milan hafði að lokum betur gegn níu leikmönnum Bologna, lokatölur 2-4. Milan fer því tímabundið á toppinn með 25 stig eftir 9 umferðir. Bologna er áfram um miðja deild með 12 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
11 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner
banner