Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. október 2021 14:00
Aksentije Milisic
Lyngby aftur á toppinn - Hólmbert Aron sneri til baka
Mynd: Lyngby
Lyngby komst aftur á toppinn í dag í dönsku B-deildinni en liðið lagði þá Horsens að velli með einu marki gegn engu.

Magnus Larsen gerði sigurmark Lyngby á 62. mínútu en liðið er nú efst á markatölu eftir tólf leiki undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður undir lok leiks hjá Lyngby í þessum öflugum útisigri. Horsens er í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Lyngby.

Þá sneri Hólmbert Aron Friðjónsson aftur til leiks í liði Holstein Kiel en hann kom inn á þegar fimm mínútur voru til leiksloka í jafnteflisleik gegn Darmstadt.

Holstein Kiel er í fimmtánda sæti í næst efstu deild í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner